Hetjuspilið – Kennslufræðilegt hlutverkaspil fyrir 5 ára og eldri

Velkomin á kynningarsíðu hetjuspilsins

Hetjuspilið er hlutverkaspil sem hannað er fyrir 5 ára og eldri. Markmið spilsins er að vinna og eiga jákvæð samskipti til að takast á við þær áskoranir sem leikmenn verða fyrir. Spilið krefst þess að fullorðinn þátttakandi stýri spilinu.
Spilið er fyrir 3-5 leikmenn og hver spilastund tekur 20-30 mínútur.

Fyrir hvern er spilið?

Spilið hentar best börnum á elstu deild leikskóla og yngri deildum grunnskóla. Einblína má á ýmsa þroskaþætti við spilun spilsins en þeir helstu eru mál- og félagsþroski. Sem námsgagn þá gagnast spilið helst þeim börnum sem einhverju hluta vegna standa ekki á jöfnum fæti við jafnaldra sína í málþroska og/eða eru utan gátta félagslega. Lesa má betur um þetta á þessari síðu undir fræðilegur bakgrunnur.

Hvernig er hægt að nálgast spilið?

Það má hafa samband við mig á tölvupóstfanginu hetjuspilid@hetjuspilid.com
Þar get ég tekið við pöntunum og átt samskipti við ykkur varðandi afhendingu og slíkt.
Einnig stendur til boða að bóka mig í sýnikennslu á starfsdegi eða á starfsmannafundi.
Einnig er spilið til sölu hjá Nexus og Spilavinum.