Til að útskýra betur hvað Hetjuspilið er og hvernig eigi að spila það þá hef ég framleitt nokkur myndbönd til að ná því markmiði.
Það fyrsta er smá stikla fyrir lengra myndband en hún er frekar skemmtileg þannig að mér finnst gaman að hafa hana hér.
Þetta myndband er semsagt stikla fyrir lengra myndband þar sem ég tók sjálfan mig upp spila við tvo 8 ára stráka og myndskreytti svo hljóðupptökuna til að gera hana skemmtilegri áhorfs. Ævintýrið sem við erum að spila er það fyrsta af þeim sem birtist í handbókinni sem fylgir með spilinu og er nokkuð gott dæmi um hefðbundna spilastund í Hetjuspilinu.
Myndbandið hér fyrir ofan er fyrsta af mörgum kynningarmyndböndum þar sem ég kynni allar 10 hetjur spilsins til sögunnar. Hetjurnar eru semsagt þær persónur sem leikmenn leika í spilinu.
Hérna má sjá kynninguna á galdrameistaranum. Það eru margir sem eru hrifnir af henni og í gegnum hana er sérstaklega auðvelt að nota hugmyndaflugið og spinna eitthvað skemmtilegt.
Hér er kynningin á bogameistaranum. Skemmtileg hetja fyrir þá sem vilja læðast um og berjast í fjarlægð. Frá og fæti og líkamlega sterk.
Bardagameistarinn er skemmtileg hetja.
Hér er bókameistarinn. Hún er ein af þeim hetjum sem mér finnst hvað skemmtilegust og bíður upp á skemmtilegan hlutverkaleik.
Hér er kynningin á eldálfinum, skemmtileg hetja fyrir krakka orkumikla leikmenn sem hafa gaman af því að hlaupa hratt.
Hér er náttúruverndarinn, hetja sem er mjög áhugaverð og skemmtileg.
Umfjöllun um Ísprins/essuna.
Umfjöllun um Klerkinn
Umfjöllun um Skuggameistarann
