Aukaefni

Þessi síða er fyrir aukaefni sem fylgir ekki spilinu. Mig langaði að setja stóra bækling spilsins hér þó hann sé að vísu ekki aukaefni. Þið takið eftir því að sumar blaðsíðurnar eru með fjólubláum bakgrunn en það eru síður sem ég hef gert litlar lagfæringar á eða bætt við og eru þá ekki í venjulega bæklingum sem fylgir spilinu.


Hér fyrir neðan er pdf skjal sem má prenta út eða opna í Ipad þegar verið er að spila spilið. Þessi viðbót er eitthvað sem hefði mátt vera í aðal bæklingnum ef mér hefði hugkvæmst að bæta því við þegar ég var að hanna spilið. Þetta eru fjársjóðir sem aukapersónur spilsins geta gefið leikmönnum eftir að hafa hjálpað þeim. Hver hlutur er ætlaður til að styrkja persónurnar sem leikmenn spila í einum af 4 eiginleikum spilsins. Nánari leiðbeiningar eru í pdf skjalinu en ég vil útskýra hér að ég hef það þannig að sumar persónur geta ekki notað sumu hluti. Sem dæmi þá getur Galdrameistarinn ekki notað vöðvabeltið eða belti meistarans sem gefa +1 og +2 við köst sem reyna á líkamlegan styrk. Ég vil hafa það þannig því að líkamlegur styrkur er versti eiginleiki Galdrameistarans og ég vil að hetjurnar sem leikmenn spila séu allar með einn eiginleika sem þær eru lélegar í.
Þannig höldum við í pælinguna að allir eru góðir í einhverju en enginn er góður í öllu. Það hvetur líka til meiri samvinnu meðal leikmanna. Endilega skoðið skjalið og notið ef þið viljið, þetta er nokkuð einföld viðbót. Leikmenn geta bætt þessum hlutum við sig til að bæta 1 eða 2 við teningaköstin sín sem passa við eiginleikann sem þau eru að nota. Ég sé fyrir mér að prenta þetta út, klippa og láta þau fá þetta þegar þau hafa unnið sér þetta inn þannig að þau upplifi eins og að persónan þeirra hafi tekið breytingum og sé sterkari.

Hér fyrir neðan er pdf skjal sem er með tveimur nýjum ævintýrum.
Þessi ævintýri eru frekar löng og þau eru hugsuð til að vera spiluð þegar ævintýrin í bókinni eru búin. Þau gera ráð fyrir ýmsum útkomum eins og að leikmenn hafi hjálpað Villa vampíru að finna sjálfstraust sitt og jafnvel farið með honum að versla. Einnig að leikmenn hafi hjálpað Eldkeisaranum og Ísdrottningunni að leysa deilur sínar. Einnig fyrir neðan er pdf skjal með nýrri staðsetningu á kortinu. Ég hafði hugsað mér að prenta það út, klippa og líma á kortið.